Innlent

Útlendingastofnun fær aukapening fyrir hælisleitendur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tillaga Ögmundar var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Mynd/ SBS
Tillaga Ögmundar var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Mynd/ SBS
Ríkisstjórnin ákvað í morgun, að tillögu innanríkisráðherra, að veita aukaframlag til Útlendingastofnunar vegna reksturs miðstöðvar fyrir hælisleitendur. Að óbreyttu hefði stofnunin þurft að segja upp samningi við Reykjanesbæ þar sem miðstöðin er starfrækt.

Kostnaður vegna hælisleitenda er mjög sveiflukenndur frá ári til árs og ræðst af fjölda þeirra hverju sinni. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir ljóst að segja hefði þurft upp samningi um vistun hælisleitenda að óbreyttu. Það hefði skapað óvissu og óöryggi meðal þeirra einstaklinga og fjölskyldna sem í hlut eiga og þess vegna sé þessi ákvörðun mikilvæg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×