Innlent

Með byssu á bensínstöð

Sérsveitin var kölluð út í nótt
Sérsveitin var kölluð út í nótt mynd/úr safni
Lögreglan fékk í nótt tilkynningu um mann sem væri með haglabyssu á bensínstöð í Breiðholti. Sérsveit Ríkislögreglustjóra var kölluð til en almennir lögreglumenn sem mættu fyrstir á vettvang höfðu leyst málið áður en sveitin mætti.

Í ljós kom að um var að ræða mann með haglabyssuna sína í poka hann hafði haft með sér inn á stöðina. Hann var hinsvegar ekki að ógna einum né neinum með henni. Maðurinn reyndist hinsvegar mjög ölvaður og gaf þær skýringar á vopnaburðinum að hjónaerjur hafi hrakið hann að heimann. Hann hafi því ákveðið að taka byssuna með sér þegar hann tók föggur sínar og fór.

Sökum ölvunar fékk maðurinn að gista fangageymslur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×