Innlent

Löndunarbann sett í Noregi

Norsk verkalýðsfélög hafa sett löndunarbann á íslensk uppsjávarskip til að koma í veg fyrir að þau sigli til Noregs með loðnu hefjist verkfall í fiskimjölsverksmiðjum á þriðjudag.

Staðfesting á banninu barst í gær, segir Sverrir Albertsson, formaður Afls. Staðfestingar á löndunarbanni frá Færeyjum og Danmörku er vænst á næstunni. Þá beitir ASÍ sér fyrir löndunarbanni á íslensk uppsjávarskip í Skotlandi, að sögn Sverris. - pg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×