Innlent

Steinunn Valdís ráðin verkefnisstjóri hjá Samfylkingunni

Steinunn Valdís.
Steinunn Valdís. Mynd/Stefán Karlsson
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri og þingmaður Samfylkingarinnar, hefur verið ráðin sem verkefnisstjóri hjá Samfylkingunni. Um að ræða tímabundið hlutastarf og er Steinunni ætlað að halda utan um vinnu málefnanefnda Samfylkingarinnar og skipuleggja vinnu þeirra.

Steinunn sagði af sér þingmennsku skömmu fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í fyrra í kjölfar umræðu um peningastyrki til stjórnmálamanna í kringum prófkjör. Steinunn var fyrst kjörin á þing árið 2007. Hún var borgarfulltrúi 1994-2007 og borgarstjóri á árunum 2004-2006.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×