Innlent

Lag Sigurjóns komst áfram

Hreimur Örn, Vignir Snær, Benedikt Brynleifsson, Matthías Matthíasson, Gunnar Ólason og Pálmi Sigurhjartarson fluttu lagið Aftur heim í kvöld.
Hreimur Örn, Vignir Snær, Benedikt Brynleifsson, Matthías Matthíasson, Gunnar Ólason og Pálmi Sigurhjartarson fluttu lagið Aftur heim í kvöld. Mynd/Daníel Rúnarsson
Lag Sigurjóns Brink, Aftur heim, komst í kvöld í úrslitaþáttinn í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Það gerðu einnig lögin Ég trúi á betra líf eftir Hallgrím Óskarsson og Ég lofa eftir þá Vigni Snæ Vigfússon og Jógvan Hansen.

Líkt og fram hefur komið lést Sigurjón langt fyrir aldur fram í síðustu viku. Hann hafði komið lagi að í Söngvakeppni Sjónvarpsins og um tíma ríkti óvissa um hvort lagið yrði flutt í keppninni. Að endingu tók fjölskylda Sigurjóns þá ákvörðun að halda laginu inni í keppninn og fluttu sex nánir vinir Sigurjóns lagið í kvöld. Textann við lagið samdi eiginkona hans, Þórunn Erna Clausen.

Nú hafa sjö lög tryggt sér sæti í úrslitaþættinum sem fer fram laugardagskvöldið 12. febrúar en sjálf Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fer fram í Þýskalandi í maí.

Mynd/Daníel Rúnarsson
Lögin sem keppa í úrslitaþættinum:

- Ef ég hefði vængi -

Lag og texti: Haraldur Reynisson

Flytjandi: Haraldur Reynisson

- Ástin mína eina -

Lag og texti: Arnar Ástráðsson

Flytjandi: Erna Hrönn Ólafsdótti

- Nótt -

Lag: María Björk Sverrisdóttir, Marcus Frenell og Beatrice Eriksson

Texti: Magnús Þór Sigmundsson

Flytjandi: Jóhanna Guðrún Jónsdóttir

- Eldgos -

Lag: Matthías Stefánsson

Texti: Kristján Hreinsson

Flytjandi: Matthías Matthíasson og Erla Björg Káradóttir

- Aftur heim -

Lag: Sigurjón Brink

Texti: Þórunn Erna Clausen

- Ég trúi á betra líf -

Lag: Hallgrímur Óskarsson

Texti: Eiríkur Hauksson og Gerard James Borg

Flytjandi: Magni Ásgeirsson

- Ég lofa -

Lag: Vignir Snær Vigfússon og Jógvan Hansen

Texti: Sigurður Örn Jónsson

Flytjandi: Jógvan Hansen






Tengdar fréttir

Heiðra minningu Sjonna: Hann batt okkur alla saman

„Sjonni var mjög spenntur fyrir því að taka þátt, hann hafði lagt mikla vinnu í lagið sitt ásamt Vigni Snæ. Hann hlakkaði mikið til að keppa með það,“ segir Hreimur Örn Heimisson tónlistarmaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×