Erlent

Mubarak kynnir nýja ríkisstjórn

Mótmælendur krefjast þess að Mubarak láti tafarlaust af embætti. Hann ætlar þó að sitja sem fastast.
Mótmælendur krefjast þess að Mubarak láti tafarlaust af embætti. Hann ætlar þó að sitja sem fastast. Mynd/AP
Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, skipar nýja ríkisstjórn í dag. Hann hyggst þó sjálfur sitja sem fastast. Þúsundir Egypta taka nú þátt í mótmælum víðsvegar um landið þrátt fyrir útgöngubann. Víða loga eldar og þá hafa skothvellir heyrst í höfuðborginni, Kairó.

Samkvæmt AP-fréttastofunni eru 1500 mótmælendur særðir og um 750 lögreglumenn. Tugir manna eru látnir.

Mótmælendur krefjast þess að Mubarak láti tafarlaust af embætti. Hann hefur verið einráður í Egyptalandi í 31 ár. Mubarak fyrirskipaði hernum að skerast í leikinn í gær um leið og útgöngubann var meðal annnars sett á í borgunum Kaíró, Alexandríu og Súez.




Tengdar fréttir

Aukin harka í mótmælunum í Egyptalandi

Að minnsta kosti fjórir eru látnir í mótmælunum í Egyptalandi síðastliðna tvo daga. Stjórnvöld óttast áframhaldandi mótmælahrinu. Átök mótmælanda við lögreglu hafa verið afar ofbeldisfull.

Útgöngubann sett á Egyptalandi

Útgöngubann hefur verið sett í egypsku borgunum Kaíró, Alexandríu og Súez en tugir þúsunda mótmælenda hafa verið á götum landsins undanfarna daga til þess að mótmæla stjórn Mubaraks forseta.

Eldar loga í Kaíró

Þrátt fyrir útgöngubann í stærstu borgum Egyptalands mótmæla þúsundir manna á götum úti. Í höfuðborginni, Kaíró, loga eldar víðar. Kveikt hefur verið í byggingum, bílum og hjólbörðum. Mótmælendur krefjast afsagnar Hosni Mubaraks, forseta landsins, en hann hefur verið einráður í Egyptalandi í yfir 30 ár.

Slökkt á netinu til þess að lægja öldur í Egyptalandi

Internetið hefur legið niðri í Egyptalandi í dag auk þess sem samskipti með farsímum hafa gengið treglega. Ástæðan er ótti egypskra yfirvalda um gríðarlega fjölmenn mótmæli út um allt landið í dag.

Mubarak virði rétt Egypta til að mótmæla

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hvetur stjórnvöld í Egyptalandi til að hafna ofbeldi og virða rétt almennings til að mótmæla og tjá skoðanir sínar, þetta kom fram í sjónvarpsávarpi hans í gærkvöld. Hann lagði áherslu á að Egyptar héldu grundvallar mannréttindum sem Bandaríkin myndu berjast fyrir hvar sem er í heiminum. Með þessu vildi Obama hvetja stjórnvöld til að opna fyrir internet, samskiptasíður og símalínur sem lokað var eftir að átökin brutust út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×