Erlent

Eldar loga í Kaíró

Mynd/AP
Þrátt fyrir útgöngubann í stærstu borgum Egyptalands mótmæla þúsundir manna á götum úti. Í höfuðborginni, Kaíró, loga eldar víðar. Kveikt hefur verið í byggingum, bílum og hjólbörðum. Mótmælendur krefjast afsagnar Hosni Mubaraks, forseta landsins, en hann hefur verið einráður í Egyptalandi í yfir 30 ár.

Mubarak fyrirskipaði hernum að skerast í leikinn í gær um leið og útgöngubann var meðal annnars sett á í borgunum Kaíró, Alexandríu og Súez.

Mikil harka var í átökunum í gær. Nokkrir létu lífið og yfir þúsund manns særðust. Mótmælendur kveiktu í nokkrum stjórnarbyggingum, þar á meðal höfuðstöðvum ríkisstjórnarflokksins NDP. Mannfjöldinn réðst einnig á byggingu egypska ríkissjónvarpsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×