Innlent

Sigurður Bollason boðaður í skýrslutöku

Sigurður Bollason.
Sigurður Bollason.
Sigurður Bollason, fjárfestir, hefur verið boðaður í skýrslutöku hjá sérstökum saksóknara vegna rannsóknar embættisins á meintri markaðsmisnotkun Landsbanka Íslands.

Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og Ívar Guðjónsson, fyrrverandi forstöðumaður í bankanum, voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald fyrr í dag. Fimm aðrir fyrrverandi stjórnendur úr bankanum voru yfirheyrðir í gær. Þau eru: Elín Sigfúsdóttir, Steinþór Gunnarsson, Sindri Sveinsson, Yngvi Örn Kristinssson og Júlíus Steinar Hreiðarsson, en hann er nú starfsmaður dótturfélags nýja Landsbankans. Allir í hópnum hafa réttarstöðu sakborninga.

„Ég hef verið beðinn um að gefa skýrslu sem vitni sem ég geri fúslega," segir Sigurður í tilkynningu. Félag í hans eigu, Sigurður Bollason ehf., keypti hlut í Landsbankanum á sínum tíma. „Beið ég mikið fjárhagslegt tjón af þessum viðskiptum."

Sigurður segist ekki hafa stöðu sakbornings.


Tengdar fréttir

Sigurjón og Ívar í gæsluvarðhald

Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 25. janúar klukkan 16. Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur kvað upp úrskurðinn rétt eftir klukkan tvö í dag. Þá hefur Ívar Guðjónsson verið úrskurðaður í sjö daga gæsluvarðhald.

Saksóknari spurðist fyrir um Björgólf

Sérstakur saksóknari hafði samband við lögmann Björgólfs Guðmundssonar og spurðist fyrir um Björgólf í gær vegna rannsóknar embættisins á Landsbankanum.

Ívar og Sigurjón gistu fangageymslur

Sigurjón Þ. Árnason fyrrverandi bankastjóri Landsbankans og Ívar Guðjónsson, fyrrverandi forstöðumaður í bankanum, voru leiddir fyrir héraðsdómara laust fyrir miðnætti, þar sem Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari hafði krafist gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir þeim.

Úrskurður um gæsluvarðhald eftir hádegi

Dómari mun úrskurða um gæsluvarðhaldskröfu yfir Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og Ívari Guðjónssyni, fyrrverandi forstöðumanni í bankanum, klukkan tvö í dag. Þeir Sigurjón og Ívar voru leiddir fyrir dómara um miðnættið í gær eftir að hafa verið í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara allan daginn.

Halldór væntanlegur til landsins

Sérstakur saksóknari yfirheyrði í gær sjö starfsmenn gamla Landsbankans vegna rannsóknar á meintri stórfelldri markaðsmisnotkun fyrir hrun. Nokkrir voru handteknir. Tugmilljarðar viðskipta eru undir í rannsókninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×