Byltingin í Egyptalandi veldur uppnámi í Bandaríkjunum - fréttaskýring 28. janúar 2011 10:58 Mótmælandi á meðal lögreglumanna. Mótmælin í Egyptalandi og krafan um að Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, segi af sér eftir þrjátíu ára valdasetu, setja áætlanir bandarískra yfirvalda í Mið-Austurlöndum í uppnám. Þúsundir íbúa í Egyptalandi hafa mótmælt á götum úti síðan á þriðjudaginn. Byltingin í Túnis virðist hafa hrundið af stað bylgju mótmæla hjá nágrannaríkjum sínum sem ná alla leið til Jemen. íbúar í Egyptalandi eru orðnir langþreyttir á atvinnuleysi, síhækkandi matarverði og lögregluofríki.Sjö hafa látist í mótmælunum.Þegar hafa sjö látist í mótmælunum sem eru verulega hörð. Búist er við að mótmælin nái hámarki í dag eftir bænastund múslima. Bandaríkjamenn hafa þungar áhyggjur af ástandinu, þá ekki síst vegna þess að ríkin eiga í nánu stjórnmálasambandi. Mubarak er einn af fáum leiðtogum Mið-Austurlanda sem er á bandi Bandaríkjanna og er gríðarlega mikilvægur bandamaður á meðan Bandaríkin berjast bæði í Írak og tala fyrir aðgerðum gegn Íran. Mubarak er einnig einn af fáum leiðtogum arabaríkjanna sem er tilbúin að eiga í vinsamlegum samskiptum við Ísrael. Jafnvel ríkisstjórnin í Írak, sem er hliðholl Bandaríkjunum, er ekki tilbúin til þess að eiga í vinsamlegum samskiptum við ríkið. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Hillary Clinton, sagði í vikunni að það væri mat ríkisstjórnarinnar að egypsk stjórnvöld væru stöðug og væru að leita leiða til þess að mæta þörfum og kröfum almennings í Egyptalandi.Vandinn er náttúrulega sá að krafa almennings er skýr; Mubarak þarf að víkja. Og hann virðist ætla að halda í völdin með öllum mögulegum leiðum. Þannig var beinlínis slökkt á veraldarvefnum í Egyptalandi í dag en mótmælin hafa hingað til verið skipulögð í gegnum samskiptasíðurnar Facebook og Twitter. Þá herma fregnir einnig að ekki sé hægt að nota farsíma. Vandi Bandaríkjamanna varð heldur alvarlegri þegar í ljós kom að íslamskur stjórnmálaflokkur, sem hefur verið bannaður í Egyptalandi, tilkynnti að þeir myndu taka þátt í mótmælunum. Ef mótmælendur hafa betur og Mubarak segi af sér, þá eru verulegar líkur á því að lýðræðisbyltingin í Egyptalandi muni að öllum líkindum leiða af sér óhliðholla ríkisstjórn gagnvart Bandaríkjamönnum. Samkvæmt tímaritinu Time þá hvetur ríkisstjórn Bandaríkjanna Mubarak til þess að koma til móts við mótmælendur með hvaða hætti sem er til þess að varðveita valdið. Líklega mun sú leið verða ofbeldisfull. Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri eru ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Mótmælin í Egyptalandi og krafan um að Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, segi af sér eftir þrjátíu ára valdasetu, setja áætlanir bandarískra yfirvalda í Mið-Austurlöndum í uppnám. Þúsundir íbúa í Egyptalandi hafa mótmælt á götum úti síðan á þriðjudaginn. Byltingin í Túnis virðist hafa hrundið af stað bylgju mótmæla hjá nágrannaríkjum sínum sem ná alla leið til Jemen. íbúar í Egyptalandi eru orðnir langþreyttir á atvinnuleysi, síhækkandi matarverði og lögregluofríki.Sjö hafa látist í mótmælunum.Þegar hafa sjö látist í mótmælunum sem eru verulega hörð. Búist er við að mótmælin nái hámarki í dag eftir bænastund múslima. Bandaríkjamenn hafa þungar áhyggjur af ástandinu, þá ekki síst vegna þess að ríkin eiga í nánu stjórnmálasambandi. Mubarak er einn af fáum leiðtogum Mið-Austurlanda sem er á bandi Bandaríkjanna og er gríðarlega mikilvægur bandamaður á meðan Bandaríkin berjast bæði í Írak og tala fyrir aðgerðum gegn Íran. Mubarak er einnig einn af fáum leiðtogum arabaríkjanna sem er tilbúin að eiga í vinsamlegum samskiptum við Ísrael. Jafnvel ríkisstjórnin í Írak, sem er hliðholl Bandaríkjunum, er ekki tilbúin til þess að eiga í vinsamlegum samskiptum við ríkið. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Hillary Clinton, sagði í vikunni að það væri mat ríkisstjórnarinnar að egypsk stjórnvöld væru stöðug og væru að leita leiða til þess að mæta þörfum og kröfum almennings í Egyptalandi.Vandinn er náttúrulega sá að krafa almennings er skýr; Mubarak þarf að víkja. Og hann virðist ætla að halda í völdin með öllum mögulegum leiðum. Þannig var beinlínis slökkt á veraldarvefnum í Egyptalandi í dag en mótmælin hafa hingað til verið skipulögð í gegnum samskiptasíðurnar Facebook og Twitter. Þá herma fregnir einnig að ekki sé hægt að nota farsíma. Vandi Bandaríkjamanna varð heldur alvarlegri þegar í ljós kom að íslamskur stjórnmálaflokkur, sem hefur verið bannaður í Egyptalandi, tilkynnti að þeir myndu taka þátt í mótmælunum. Ef mótmælendur hafa betur og Mubarak segi af sér, þá eru verulegar líkur á því að lýðræðisbyltingin í Egyptalandi muni að öllum líkindum leiða af sér óhliðholla ríkisstjórn gagnvart Bandaríkjamönnum. Samkvæmt tímaritinu Time þá hvetur ríkisstjórn Bandaríkjanna Mubarak til þess að koma til móts við mótmælendur með hvaða hætti sem er til þess að varðveita valdið. Líklega mun sú leið verða ofbeldisfull.
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri eru ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira