Innlent

Jójó-meistari æfir sig í fjóra tíma á dag

Hann býr í Hafnarfirði og fór að leika sér með JóJó fyrir sex árum. Nú er hann með samning við kanadískan JóJó-framleiðanda og sló í gegn á Evrópumeistaramótinu í Tékklandi fyrir skömmu.

Óhætt er að fullyrða að fáir hér á landi séu fimari með jójóið en Páll Valdimar Guðmundsson Kolka, enda titlar hann sig sem JóJó-meistara í símaskránni.

Hann segist æfa sig hátt í fjóra tíma á dag, en hvernig verður maður Jójó-meistari? „Engin kennsla en ég er sjálflærður. Maður fer á netið og lærir helstu trikkinn."

Í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni má sjá Palla á Evrópumeistaramótinu í Tékkklandi fyrir skömmu en þar var hann annar inn í úrslit af rúmlega 70 keppendum. Hann endaði svo í 17 sæti sem voru viss vonbrigði. Dómaraskandall myndu einhverjir segja. „Já það voru allir að segja að ég hefði átt að vera hærri. Ég var sjálfur dálítið hissa hversu neðarlega ég var en ég var að gera mikið af mistökum."

Palli á sér þann draum að halda íslandsmeistarmót í greininni en sjálfur stefnir hann á frekari landvinninga í Jójó-heiminum. „Ég ætla að mæta á fleiri mót og það væri gaman að vera mjög ofarlega á stóru móti."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×