Innlent

Tryggja þátt greinanna í hagkerfinu

Fulltrúar Samtaka skapandi greina komu saman fyrir utan Háskóla Íslands eftir formlega stofnun samtakanna. fréttablaðið/gva
Fulltrúar Samtaka skapandi greina komu saman fyrir utan Háskóla Íslands eftir formlega stofnun samtakanna. fréttablaðið/gva
Samtök skapandi greina (SSG) hafa verið stofnuð. Að samtökunum standa allar kynningarmiðstöðvar lista og skapandi greina á Íslandi og samtök í hverri grein. Þau samtök mynda breiðustu fylkingu fagfólks í skapandi greinum í landinu.

SSG munu vinna að sameiginlegri stefnumótun greinanna, í samstarfi við opinbera aðila og íslenskt atvinnulíf. Heildarmarkmið SSG er að þáttur skapandi greina í hagkerfi landsins sé tryggður.

SSG taka við hlutverki Samráðsvettvangs skapandi greina. Átti sá vettvangur frumkvæði að því að rannsókn um hagræn áhrif skapandi greina var hrundið af stað.

„SSG munu stuðla að áframhaldandi rannsóknum á greinunum, tryggja að þær njóti hagstæðra vaxtarskilyrða og að þau sóknarfæri sem liggja í skapandi greinum séu nýtt í þágu hagvaxtar og lífsgæða,“ segir í tilkynningunni.

Tölulegar niðurstöður rannsóknar, sem kynnt var fyrst í desember síðastliðnum, sýndi fram á að heildarútflutningur afurða skapandi greina er helmingi meiri heldur en íslenskra landbúnaðarafurða, eða um þrjú prósent.- sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×