Innlent

Fjölmenni í Leifsstöð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Nokkrar vélar bíða þess að fara í loftið.
Nokkrar vélar bíða þess að fara í loftið.
Það var fjölmennt í Leifsstöð í morgun, en tafir urðu á millilandaflugi vegna óveðurs. Fréttamaður Vísis sem er á staðnum segir að morguninn hafi verið rólegur, en eftir klukkan níu voru allir veitingastaðir og verslanir orðnar fullar af fólki.

Flugvél sem átti að fljúga frá Keflavíkurflugvelli til Gatwick í London klukkan sjö í morgun frestaðist og er nú gert ráð fyrir að hún fari klukkan ellefu. Sömu sögu er að segja af vél sem átti að fara til Kaupmannahafnar.

Gert er ráð fyrir að flogið verði til Stokkhólms, Parísar og Osló klukkan hálfellefu, en upphaflega var gert ráð fyrir að allar þessar vélar færu í loftið fyrir klukkan átta.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×