Erlent

29 þúsund börn látin í Sómalíu

Mikill fjöldi fólks hefur flúið yfir til nágrannalanda í von um mat. Þessi fjölskylda kom til Keníu eftir átta daga göngu. 
nordicphotos/afp
Mikill fjöldi fólks hefur flúið yfir til nágrannalanda í von um mat. Þessi fjölskylda kom til Keníu eftir átta daga göngu. nordicphotos/afp Nordicphotos/afp
Meira en 29 þúsund börn undir fimm ára aldri eru látin eftir þurrka og hungursneyð í Sómalíu síðustu þrjá mánuði.

Sameinuðu þjóðirnar segja að 640 þúsund börn í landinu séu vannærð, sem bendir til þess að tala látinna barna muni hækka. Stofnunin stækkaði í gær svæðið þar sem hungursneyð ríkir. Af þeim 7,5 milljónum manna sem þar búa þurfa nú 3,2 milljónir Sómala á bráðahjálp að halda.

Að sögn Sameinuðu þjóðanna þarf hundruð milljóna dollara til viðbótar til að koma til móts við ástandið í Austur-Afríku.

- þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×