Erlent

Enginn smókur í Óðinsvéum?

Vilja BAnna reykingapásur Bæjaryfirvöld í Óðinsvéum vilja banna reykingar starfsfólks á vinnutíma. NordicPhotos/AFP
Vilja BAnna reykingapásur Bæjaryfirvöld í Óðinsvéum vilja banna reykingar starfsfólks á vinnutíma. NordicPhotos/AFP
Bæjaryfirvöld í Óðinsvéum íhuga nú að banna starfsfólki sínu að reykja á vinnutíma.

Héraðsblaðið á Fjóni vísar í umfjöllun sinni til rannsókna sem benda til þess að þar sem reykingafólk taki fleiri pásur og sé oftar veikt, geti Óðinsvé sparað sér sem jafngildir um 500 milljónir króna árlega. Meðalfjöldi veikindadaga er nú átján á ári en gæti fækkað niður í þrettán með reykingabanninu.

Hlutfall reykingafólks í Danmörku hefur lækkað verulega síðasta áratug. Nú segjast um 24% fullorðinna Dana reykja. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×