Innlent

Eigin meiðsli kveiktu áhuga

Jón Arnar Magnússon hefur hafið störf sem kírópraktor.
Jón Arnar Magnússon hefur hafið störf sem kírópraktor. Fréttablaðið/GVA
Jón Arnar Magnússon, tugþrautarkappi og um árabil einn fremsti íþróttamaður landsins, er snúinn heim eftir fimm ára nám í kírópraktík við virtan háskóla í Englandi. Áhugi hans á náminu kviknaði út frá hans eigin reynslu af meiðslum í íþróttum.

„Maður sá hvernig íþróttamenn komust í gegnum keppni og æfingar í tiltölulega heilu lagi með aðstoð kírópraktors," segir Jón Arnar sem hefur hafið störf sem kírópraktor hjá Kírópraktorstofu Íslands. Þar aðstoðar hann meðal annars aðra íþróttamenn sem þjást af meiðslum.

- jma




Fleiri fréttir

Sjá meira


×