Innlent

Ófaglærðir ráðnir í staðinn

Bryndís Ósk Gestsdóttir
Bryndís Ósk Gestsdóttir
Félagsráðgjafar hjá Reykjavíkurborg hyggjast fjölmenna á opinn fund borgarstjórnar í dag til þess að leggja áherslu á launakröfur sínar. Í byrjun júní felldu félagsráðgjafarnir með 75 prósentum greiddra atkvæða samninga sem þeim buðust og er þá farið að lengja eftir að viðunandi niðurstaða fáist.

„Störf starfsmanna hjá Reykjavíkurborg voru metin árið 2006. Við erum ósátt við matið og viljum endurmat. Við erum lægst launaða fagfólkið á þjónustumiðstöðvunum en erum í framvarðasveit í velferðarþjónustu. Aukið álag í kjölfar bankahrunsins hefur að miklu leyti lent á okkur og við viljum fá laun í samræmi við það og einnig í samræmi við menntun okkar,“ segir Bryndís Ósk Gestsdóttir félagsráðgjafi.

Hún kvaðst hafa fengið 231.954 krónur í laun eftir skatt 1. september síðastliðinn.

„Félagsráðgjafanámið er fimm ára háskólanám. Ég er orðin 38 ára og er með 10 ára starfsreynslu. Þessi lágu laun félagsráðgjafa hafa valdið því að þeir eru farnir að ráða sig annað. Það er farið að ráða fólk með aðra menntun í stað þeirra sem hafa hætt. Það er verið að minnka þjónustustigið við borgarana. Það er á ábyrgð stjórnmálamannanna að þjónustan sé fagleg og góð og þess vegna fjölmennum við í Ráðhúsið,“ segir Bryndís Ósk.

- ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×