Innlent

Guðfríður gegn undanþágunni

Guðfríður lilja Grétarsdóttir
Guðfríður lilja Grétarsdóttir
Guðríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segir fyrirhuguð kaup Kínverjans Huangs Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum brjóta í bága við lög. Hún vill ekki að iðnaðarráðherra veiti honum undanþágu á meðan endurskoðun hefur ekki farið fram á lögum um auðlindir og almannaréttur tryggður.

Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra sagði endurskoðun í fullum gangi. „Ég tek undir það að við þurfum að styrkja almannaréttinn enn frekar,“ sagði Katrín.

- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×