Innlent

Segja upp fólki semjist ekki við ríkið

Þjónustusamningur við ríkið rennur út um áramót.
Þjónustusamningur við ríkið rennur út um áramót.
Öllu starfsfólki Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði, alls um 105 manns, verður sagt upp störfum um næstu mánaðarmót náist ekki samningar við ríkið.

Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri heilsustofnunarinnar, segist þó vonast til að ekki þurfi að hætta starfsemi stofnunarinnar. Þjónustusamningur við ríkið rennur út um komandi áramót og segir Ólafur að óvissa ríki á meðan ekki er samið um framhaldið.

„Þetta er nokkurs konar varúðarráðstöfun. Við treystum því að við munum fá nýjan samning við ríkið, en maður veit ekki hvernig málin munu þróast.“

Ólafur segir að starfsemi Heilsustofnunarinnar hafi gengið vel, og hann sjái ekki annað í spilunum en að heilsustofnunin muni lifa í 50 ár til viðbótar hið minnsta.

Hann kallaði hins vegar eftir skýrri framtíðarsýn í heilbrigðisgeiranum.

Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarkona Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra, segir að unnið sé af fullum krafti að málinu innan ráðuneytisins og stefnt sé að því að ljúka því í mánuðinum.

„Við erum að ganga frá kröfulýsingu. Málið er í fullkomlega eðlilegum farvegi og sambærilegum við aðrar stofnanir með þjónustusamninga við ríkið.“- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×