Innlent

Tilraun sem breytti litlu

Steingrímur J. Sigfússon segir ríkið ekkert hafa tapað á því að hafa breytt kröfu á hendur Sögu fjárfestingabanka og VBS fjárfestingarbanka í lán. Fréttablaðið/GVA
Steingrímur J. Sigfússon segir ríkið ekkert hafa tapað á því að hafa breytt kröfu á hendur Sögu fjárfestingabanka og VBS fjárfestingarbanka í lán. Fréttablaðið/GVA
„Þetta var tilraun og hefði engu breytt. Það var verið að reyna að tryggja hagsmuni ríkisins og þessar kröfur eins og hægt var,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.

Í Fréttablaðinu í gær kom fram að ólíklegt þyki að Eignasafn Seðlabanka Íslands (ESÍ), sem á tæplega fimmtíu milljarða króna kröfu á hendur Sögu fjárfestingarbanka og VBS fjárfestingarbanka fái hana að fullu greidda. Eftir því sem næst verður komist gæti ESÍ í besta falli fengið tíu prósent af kröfunni til baka, um fimm milljarða af um fimmtíu.

Krafan er tilkomin eftir svokölluð ástarbréfaviðskipti fyrirtækjanna sem fólst í að þau öfluðu gömlu stóru bönkunum lausafjár úr Seðlabankanum með endurhverfum viðskiptum. Þegar bankarnir fóru í þrot stóðu Saga og VBS uppi með kröfur Seðlabankans. Kröfum þessum var breytt í lán til fyrirtækjanna. Ekki var um nýjar lánveitingar að ræða.

VBS fór í þrot ári eftir að kröfunni var breytt í lán og náði fyrirtækið aldrei að greiða fyrstu afborgun þess. Ólíklegt þykir að mikið skili sér af skuldinni til ESÍ. Líklegt þykir hins vegar að eignarhaldsfélag Sögu fjárfestingarbanka sem á að standa straum af afborgunum geti greitt allt að fjórðung af tæplega tuttugu milljarða láni. - jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×