Innlent

Konur fá aðeins brot styrkja

Mikilvægt að styðja konur í því að gera hugmyndir sínar að veruleika, segir formaður Samtaka frumkvöðlakvenna.Fréttablaðið/GVA
Mikilvægt að styðja konur í því að gera hugmyndir sínar að veruleika, segir formaður Samtaka frumkvöðlakvenna.Fréttablaðið/GVA
„Konur eru stundum ekki nógu duglegar við að stíga fram. Það er ekki nóg að þær hafi hugmynd á blaði, mikilvægt er að gera þær að veruleika og koma þeim í formi vöru á markað, segir Elinóra Inga Sigurðardóttir, formaður og stofnandi Samtaka frumkvöðlakvenna.

Alþjóðleg ráðstefna samtakanna var sett í fyrradag í gær þar sem vakin er athygli á uppfinninga- og frumkvöðlastarfsemi kvenna. Ráðstefnan hefur verið haldin annað hvert ár frá 2007 og er þetta í þriðja sinn sem hún er haldin, en í fyrsta sinn hér á landi. Hér eru 158 konur skráðar á ráðstefnuna, sem haldin er með fjölmörgum fyrirlestrum, umræðum og sýningum í ráðstefnuhúsinu Hörpu í tvo daga en lýkur með hátíðlegum hætti í Bláa lóninu í kvöld.

Í kynningu um ráðstefnuna segir að ráðstefnan sé einhver fjölmennasta samkoma frumkvöðlakvenna í Evrópu á árinu. Mikilvægt sé að draga frumkvöðlastarf kvenna fram í dagsljósið.

Tölfræðin sýni að konur fái aðeins fimmtung af þeim styrkjum sem séu í boði hér og þá iðulega lægri upphæðir en aðrir fá. Á sama tíma eru konur skráðar fyrir fimmtungi allra fyrirtækja hér. Í öðrum Evrópuríkjum eru konur skráðar fyrir aðeins níu prósentum af öllum einkaleyfum en eiga fimm til fimmtán prósent af öllum tæknifyrirtækjum. - jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×