Innlent

Óvenjulítið um rifsber í haust

Rifsberjauppskera á landinu hefur verið heldur dræm í haust vegna kulda í vor.mynd/hrönn Axelsdóttir
Rifsberjauppskera á landinu hefur verið heldur dræm í haust vegna kulda í vor.mynd/hrönn Axelsdóttir
Rifsberjauppskera í görðum landsmanna hefur verið heldur dræm þetta haustið. Jón Kr. Arnarson garðyrkjufræðingur segir ástæðuna vera kalt vor með næturfrostum fram í júní og það hafi skaðað blómgun rifsberjarunnanna. Einnig var minna af skordýrum á sveimi til að frjóvga þau blóm sem höfðu frostin af.

Stikilsber og sólber í görðum landsins virðast þó hafa sprottið þrátt fyrir kalt vor.

Berjaspretta á landinu öllu virðist hafa verið með minna móti þetta árið, en það hefur verið misjafnt eftir landshlutum.- sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×