Innlent

Sýni varúð með barnamyndir

Myndir af börnum í leik og starfi kunna að vera misnotaðar.
Myndir af börnum í leik og starfi kunna að vera misnotaðar.
Heimili og skóli – landssamtök foreldra og SAFT skora á alla skóla, frístundaheimili og aðra í íþrótta- og tómstundastarfi með börnum og unglingum að fara gætilega með ljósmyndir úr starfinu.

„Sérstaklega þarf að huga að því hvaða efni er sett á vefinn. Dæmi eru um að sakleysislegum myndum úr sundferðum eða öðrum tómstundum sé breytt og þær jafnvel teknar úr samhengi með því að setja afrit á aðrar síður,“ segir í tilkynningunni. „Mikilvægt er að skoða vel allar friðhelgisstillingar á Facebook, merkja myndir og setja jafnvel klausu um höfundarrétt á myndavefi svo hægt sé að sækja rétt sinn ef út í það fer.“- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×