Erlent

Matarolía búin til úr skólpvatni

Mynd/AFP
Kínversk yfirvöld greindu frá því í gær að 32 félagar glæpagengis hefðu verið handteknir í héraðinu Zhejiang fyrir að hafa búið til matarolíu úr skólpvatni. Jafnframt lagði lögreglan hald á 100 tonn af „skólpolíu“. Hinir handteknu höfðu fengið hráefnið í eigin matarolíu úr skurðum og skólprörum við veitingastaði.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem svona tilfelli kemur upp í Kína. Á undanförnum árum hefur mátt sjá myndir á netinu af fólki sem safnar olíu úr skólprörum.- ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×