Allir tapa 3. desember 2011 06:00 Stjórnvöld hafa lagt til að heimildir launþega til greiðslu á frádráttarbæru iðgjaldi til viðbótarlífeyrissparnaðar lækki úr 4% af launum í 2%. Rökin fyrir þessari tillögu eru að þannig muni neysla aukast og þá um leið hagvöxtur. Meginástæðan fyrir tillögunni er þó sú að með þessari aðgerð aukast tekjur ríkissjóðs til skamms tíma um 1,4 milljarða eða 0,3% af heildarskatttekjum næsta árs. Með tillögunni er horft fram hjá þeirri staðreynd að þörfin fyrir viðbótarlífeyrissparnað hefur aldrei verið meiri en núna. Mannfjöldaspár gera ráð fyrir gerbreyttri samsetningu þjóðarinnar og því breyttu þjóðfélagi á næstu áratugum með auknu vægi lífeyrisþega. Í dag eru til dæmis rúmlega fimm vinnandi einstaklingar á móti hverjum lífeyrisþega en eftir 20 ár er því spáð að þeir verði þrír og eftir 40 ár aðeins tveir. Af þessu leiðir að í framtíðinni verða mun færri sem greiða skatta af atvinnutekjum til að fjármagna samneysluna, á sama tíma og velferðarkerfið þarf að vaxa með fjölgun lífeyrisþega og hækkandi lífaldri þeirra. Kosturinn við viðbótarlífeyrissparnað er að einstaklingar ráða því sjálfir hvort þeir nýta sér hann til að búa í haginn fyrir framtíðina. Þegar kreppir að geta þeir hætt tímabundið með sparnaðinn og byrjað svo aftur þegar svigrúm eykst á ný. Allir hagnast ef einstaklingar geta nýtt sér þessa heimild. Einstaklingurinn sjálfur fær hærri eftirlaun, ríkið fær skatta af eftirlaununum og þörfin fyrir opinberan stuðning verður minni. Það myndi lýsa mikilli skammsýni ef ríkið gripi nú til þess ráðs að minnka heimildir til sparnaðar til að auka tekjur til skamms tíma. Með því er einnig vegið að kerfi sem tekist hefur að byggja upp frá árinu 1999. Inngrip af þessu tagi eru óheppileg þegar kemur að sparnaði og það er óvíst að einstaklingar byrji aftur að spara þó svo að heimildir verði auknar á ný. Vonandi bera þingmenn gæfu til að hafna tillögu stjórnvalda um að minnka heimildir til viðbótarlífeyrissparnaðar. Það er öllum fyrir bestu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Stjórnvöld hafa lagt til að heimildir launþega til greiðslu á frádráttarbæru iðgjaldi til viðbótarlífeyrissparnaðar lækki úr 4% af launum í 2%. Rökin fyrir þessari tillögu eru að þannig muni neysla aukast og þá um leið hagvöxtur. Meginástæðan fyrir tillögunni er þó sú að með þessari aðgerð aukast tekjur ríkissjóðs til skamms tíma um 1,4 milljarða eða 0,3% af heildarskatttekjum næsta árs. Með tillögunni er horft fram hjá þeirri staðreynd að þörfin fyrir viðbótarlífeyrissparnað hefur aldrei verið meiri en núna. Mannfjöldaspár gera ráð fyrir gerbreyttri samsetningu þjóðarinnar og því breyttu þjóðfélagi á næstu áratugum með auknu vægi lífeyrisþega. Í dag eru til dæmis rúmlega fimm vinnandi einstaklingar á móti hverjum lífeyrisþega en eftir 20 ár er því spáð að þeir verði þrír og eftir 40 ár aðeins tveir. Af þessu leiðir að í framtíðinni verða mun færri sem greiða skatta af atvinnutekjum til að fjármagna samneysluna, á sama tíma og velferðarkerfið þarf að vaxa með fjölgun lífeyrisþega og hækkandi lífaldri þeirra. Kosturinn við viðbótarlífeyrissparnað er að einstaklingar ráða því sjálfir hvort þeir nýta sér hann til að búa í haginn fyrir framtíðina. Þegar kreppir að geta þeir hætt tímabundið með sparnaðinn og byrjað svo aftur þegar svigrúm eykst á ný. Allir hagnast ef einstaklingar geta nýtt sér þessa heimild. Einstaklingurinn sjálfur fær hærri eftirlaun, ríkið fær skatta af eftirlaununum og þörfin fyrir opinberan stuðning verður minni. Það myndi lýsa mikilli skammsýni ef ríkið gripi nú til þess ráðs að minnka heimildir til sparnaðar til að auka tekjur til skamms tíma. Með því er einnig vegið að kerfi sem tekist hefur að byggja upp frá árinu 1999. Inngrip af þessu tagi eru óheppileg þegar kemur að sparnaði og það er óvíst að einstaklingar byrji aftur að spara þó svo að heimildir verði auknar á ný. Vonandi bera þingmenn gæfu til að hafna tillögu stjórnvalda um að minnka heimildir til viðbótarlífeyrissparnaðar. Það er öllum fyrir bestu.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar