Allir tapa 3. desember 2011 06:00 Stjórnvöld hafa lagt til að heimildir launþega til greiðslu á frádráttarbæru iðgjaldi til viðbótarlífeyrissparnaðar lækki úr 4% af launum í 2%. Rökin fyrir þessari tillögu eru að þannig muni neysla aukast og þá um leið hagvöxtur. Meginástæðan fyrir tillögunni er þó sú að með þessari aðgerð aukast tekjur ríkissjóðs til skamms tíma um 1,4 milljarða eða 0,3% af heildarskatttekjum næsta árs. Með tillögunni er horft fram hjá þeirri staðreynd að þörfin fyrir viðbótarlífeyrissparnað hefur aldrei verið meiri en núna. Mannfjöldaspár gera ráð fyrir gerbreyttri samsetningu þjóðarinnar og því breyttu þjóðfélagi á næstu áratugum með auknu vægi lífeyrisþega. Í dag eru til dæmis rúmlega fimm vinnandi einstaklingar á móti hverjum lífeyrisþega en eftir 20 ár er því spáð að þeir verði þrír og eftir 40 ár aðeins tveir. Af þessu leiðir að í framtíðinni verða mun færri sem greiða skatta af atvinnutekjum til að fjármagna samneysluna, á sama tíma og velferðarkerfið þarf að vaxa með fjölgun lífeyrisþega og hækkandi lífaldri þeirra. Kosturinn við viðbótarlífeyrissparnað er að einstaklingar ráða því sjálfir hvort þeir nýta sér hann til að búa í haginn fyrir framtíðina. Þegar kreppir að geta þeir hætt tímabundið með sparnaðinn og byrjað svo aftur þegar svigrúm eykst á ný. Allir hagnast ef einstaklingar geta nýtt sér þessa heimild. Einstaklingurinn sjálfur fær hærri eftirlaun, ríkið fær skatta af eftirlaununum og þörfin fyrir opinberan stuðning verður minni. Það myndi lýsa mikilli skammsýni ef ríkið gripi nú til þess ráðs að minnka heimildir til sparnaðar til að auka tekjur til skamms tíma. Með því er einnig vegið að kerfi sem tekist hefur að byggja upp frá árinu 1999. Inngrip af þessu tagi eru óheppileg þegar kemur að sparnaði og það er óvíst að einstaklingar byrji aftur að spara þó svo að heimildir verði auknar á ný. Vonandi bera þingmenn gæfu til að hafna tillögu stjórnvalda um að minnka heimildir til viðbótarlífeyrissparnaðar. Það er öllum fyrir bestu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Ólafur Hauksson Skoðun „Gakktu þá skrefi framar“ Jón Baldvin Hannibalsson Minningar Fullbókað Ísland 2026 Björn Berg Gunnarsson Skoðun Flugið og uppbygging í Vatnsmýri Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Það er til fólk Bergur Ebbi Skoðun Við þurfum raunverulegt nýtt upphaf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sorg barna - Verndandi þættir Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar Skoðun Öruggt og viðunandi húsnæði fyrir alla í Hveragerði Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Sorg barna - Verndandi þættir Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Fullbókað Ísland 2026 Björn Berg Gunnarsson skrifar Skoðun Við þurfum raunverulegt nýtt upphaf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Flugið og uppbygging í Vatnsmýri Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Með augun á framtíðinni Hilmar Vilberg Gylfason skrifar Skoðun Góð rök fyrir að velja Guðrúnu Guðfinnur Sigurvinsson skrifar Skoðun Að vinna launalaust Sigþrúður Ármann skrifar Skoðun Viðfangsefni daglegs lífs Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnvöld hafa lagt til að heimildir launþega til greiðslu á frádráttarbæru iðgjaldi til viðbótarlífeyrissparnaðar lækki úr 4% af launum í 2%. Rökin fyrir þessari tillögu eru að þannig muni neysla aukast og þá um leið hagvöxtur. Meginástæðan fyrir tillögunni er þó sú að með þessari aðgerð aukast tekjur ríkissjóðs til skamms tíma um 1,4 milljarða eða 0,3% af heildarskatttekjum næsta árs. Með tillögunni er horft fram hjá þeirri staðreynd að þörfin fyrir viðbótarlífeyrissparnað hefur aldrei verið meiri en núna. Mannfjöldaspár gera ráð fyrir gerbreyttri samsetningu þjóðarinnar og því breyttu þjóðfélagi á næstu áratugum með auknu vægi lífeyrisþega. Í dag eru til dæmis rúmlega fimm vinnandi einstaklingar á móti hverjum lífeyrisþega en eftir 20 ár er því spáð að þeir verði þrír og eftir 40 ár aðeins tveir. Af þessu leiðir að í framtíðinni verða mun færri sem greiða skatta af atvinnutekjum til að fjármagna samneysluna, á sama tíma og velferðarkerfið þarf að vaxa með fjölgun lífeyrisþega og hækkandi lífaldri þeirra. Kosturinn við viðbótarlífeyrissparnað er að einstaklingar ráða því sjálfir hvort þeir nýta sér hann til að búa í haginn fyrir framtíðina. Þegar kreppir að geta þeir hætt tímabundið með sparnaðinn og byrjað svo aftur þegar svigrúm eykst á ný. Allir hagnast ef einstaklingar geta nýtt sér þessa heimild. Einstaklingurinn sjálfur fær hærri eftirlaun, ríkið fær skatta af eftirlaununum og þörfin fyrir opinberan stuðning verður minni. Það myndi lýsa mikilli skammsýni ef ríkið gripi nú til þess ráðs að minnka heimildir til sparnaðar til að auka tekjur til skamms tíma. Með því er einnig vegið að kerfi sem tekist hefur að byggja upp frá árinu 1999. Inngrip af þessu tagi eru óheppileg þegar kemur að sparnaði og það er óvíst að einstaklingar byrji aftur að spara þó svo að heimildir verði auknar á ný. Vonandi bera þingmenn gæfu til að hafna tillögu stjórnvalda um að minnka heimildir til viðbótarlífeyrissparnaðar. Það er öllum fyrir bestu.
Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar
Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar
Skoðun Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar