Erlent

Fogh segir að stjórn Gaddafis sé að falli komin

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir að stjórn Gaddafis sé að hruni komin. Mynd/ AFP.
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir að stjórn Gaddafis sé að hruni komin. Mynd/ AFP.
Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins segja að ríkisstjórn Moammars Gaddafis, leiðtoga Líbíu, sé að falli komin. Nú sé kominn tími til þess að mynda nýja lýðræðislega stjórn í Líbíu. Uppreisnarmenn eru komnir inn í Trípólí, höfuðborg Líbíu, og virðist sem viðspyrnan gegn þeim sé mjög lítil.

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér seint í kvöld að því fyrr sem Gaddafí gerði sér grein fyrir því að hann gæti ekki unnið baráttuna gegn eigin fólki, því betra.

Almenningur í Líbíu hefur þjást svakalega undir stjórn Gaddafís í meira en fjóra áratugi. Nú eiga þeir möguleika á nýju upphafi,” sagði Fogh í yfirlýsingu sinni.

Hann segir að Atlantshafsbandalagið muni halda áfram að fylgjast með herjum Gaddafis og muni varpa sprengju á þá ef þeir ógna líbískum almenningi.

Sky fréttastofan segir að von sé á yfirlýsingu frá Obama, forseta Bandaríkjanna, um leið og hann gerir sér grein fyrir því hver staðan er nákvæmlega í Trípólí.


Tengdar fréttir

Segjast hafa handtekið syni Gaddafís

Uppreisnarmenn í Líbíu segjast hafa handtekið þrjá syni Muammars Gaddafí Líbíuleiðtoga. Leiðtogi upppreisnarmannanna, Mustafa Abdel Jalil, segir að þeim sé haldið á öruggum stað og verði ekki gert mein.

Fagnaðarlátunum linnir ekki

Líbískir borgarar fagna látlaust nú þegar líbískir uppreisnarmenn eru komnir á Græna torgið, sem er miðhluti höfuðborgarinnar Trípolí í Líbíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×