Erlent

Sjö látnir eftir loftárás Tyrkja

Óeinkennisklæddir tyrkneskir lögreglumenn handsama mann sem mótmælti loftárásunum á götum Istanbúl í dag.
Óeinkennisklæddir tyrkneskir lögreglumenn handsama mann sem mótmælti loftárásunum á götum Istanbúl í dag. Mynd/afp
Sjö almennir borgarar létu lífið í loftárásum Tyrkja í Norður-Írak í dag, en Tyrkir hafa staðið fyrir loftárásum gegn uppreisnarmönnum síðan á miðvikudaginn.



Árásir Tyrkja beinast gegn verkamannaflokki kúrdista, sem er skilgreindur sem hryðjuverkasamtök af evrópskum og bandarískum yfirvöldum. Flokkurinn hefur í fullveldisbaráttu sinni fellt um 40 hermenn frá því í júlí, en tugir þúsunda hafa látist í deilunum frá árinu 1984.

Af þeim sjö sem látnir eru, voru fimm börn, einn maður og ein kona.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×