Innlent

Hreyfingin skorar á ríkisstjórnina

Þingmenn Hreyfingarinnar
Þingmenn Hreyfingarinnar
Hreyfing skorar á Jóhönnu Sigurðardóttur og ríkisstjórnina að krefjast þess að stjórnvöld í Egyptalandi hlusti á kröfur almennings auk þess að fordæma harðlega ritskoðun, glæpsamlegt harðræði og frelsisskreðingu Hosni Mubaraks. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum.

Fréttatilkynninguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:



Stöndum með lýðræðislegri kröfu almennings í Egyptalandi

Almenningur í Egyptalandi hefur ákveðið að taka örlögin í sínar eigin hendur og feta í fótspor Túnisa. Undanfarna daga hafa Egyptar staðið fyrir kröftugum mótmælum gegn forseta landsins, Hosni Mubarak.

Egyptar búa við ómannúðlegar aðstæður, grundvallar mannréttindi svo sem málfrelsis, trúfrelsi, félagafrelsi er af skornum skammti og aðgangur að upplýsingum er verulega heftur. Nokkrir mótmælendur hafa þegar látið lífið og mikil hætta er á að stjórnvöld hafi skipað öryggissveitum og lögreglu að taka harkalega á þeim sem ætla að taka þátt í uppreisninni.

Í landinu á að ríkja forsetaræði en herlögum sem komið var á fyrir meira en þrjátíu árum hafa aldrei verið afnumin. Pyntingar eru daglegt brauð auk þess sem lögreglan í landinu beitir miklu harðræði við að bæla niður alla andstöðu við forsetann. Það er skylda okkar að styðja baráttu Egypta fyrir betra lífi.

Við skorum á Jóhönnnu Sigurðardóttur og ríkistjórn Íslands að krefjast þess að stjórnvöld í Egyptalandi hlusti á kröfur almennings auk þess skorum við á ríkisstjórnina að fordæma harðlega ritskoðun, glæpsamlegt harðræði og frelsisskerðingu Hosni Mubaraks.

Hreyfingin






Fleiri fréttir

Sjá meira


×