Innlent

Halldór kemur á sunnudaginn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Halldór J. Kristjánsson er væntanlegur á sunnudaginn.
Halldór J. Kristjánsson er væntanlegur á sunnudaginn.
Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, er væntanlegur til Íslands á næstu dögum. Þetta staðfestir Friðjón Örn Friðjónsson, lögmaður hans, í samtali við Vísi.

Halldór er staðsettur í Kanada, þar sem hann er búsettur, en það stefnir allt í að hann komi á sunnudaginn. Hann hefur verið boðaður í yfirheyrslu til sérstaks saksóknara vegna rannsóknar á málefnum Landsbankans.

„Hann mun koma eins fljótt og kostur er og það stefnir í að það muni verða á sunnudaginn." segir Friðjón. Hann segir að ekki liggi enn fyrir hver réttarstaða Halldórs er í málinu. „Þetta er bara símtal og í samræmi við þá stefnu sem hann hefur tekið í öllu þessu máli, sem varðar landsbankans, að hann hefur frá fyrstu tíð verið til í að taka þátt í að upplýsa málið í hvívetna," segir Friðjón.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×