Innlent

„Kannski var þetta listvinur að safna minjagripum“

Erla Hlynsdóttir skrifar
Stefán Pálsson er ekki hrifinn af því sem verkið stendur fyrir
Stefán Pálsson er ekki hrifinn af því sem verkið stendur fyrir Mynd úr safni / GVA
Stefán Pálsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, segist ekki hafa minnstu hugmynd um hver er ábyrgur fyrir nýlegum skemmdarverkum á Natóeldinum svokallaða, listaverki eftir Huldu Hákon. „Kannski var þetta listvinur að safna minjagripum eða beinskeyttur listgagnrýnandi," segir Stefán sem er einlægur andstæðingur þess að Íslands sé aðili að Atlantshafsbandalaginu, eða Nató.

Vísir greindi frá því í morgun að einn af logunum á listaverkinu hefur verið fjarlægður. Verkið var afhjúpað í maí 2002 í tilefni af fundi utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins, sem haldinn var hér á landi. Hver logi táknaði þá hvert aðildarríki. Skömmu síðar var einn loginn fjarlægður, og nú var öðrum stolið. Þá hefur málningu tvisvar verið skvett á verkið en uppi hafa verið getgátur um að þarna hafi andstæðingar Nató að verki, án þess þó að neinn hafi haft neitt fyrir sér í því.

Verk Huldu Hákon við Hagatorg í ReykjavíkMynd Vilhelm
„Persónulega finnst mér þetta listaverk óviðeigandi, en ef menn vilja losna við það þá er það ansi hægvirk leið að plokka bara af einn arm á nokkurra ára fresti," segir Stefán.

Enn hefur því ekki verið upplýst hvað varð um átjánda logann.


Tengdar fréttir

Natóeldurinn kulnar: Óvirðing við listakonuna

Logunum í Natóeldinum svokallaða við Hagatorg í Reykjavík fer fækkandi en þeir eru nú aðeins átján, þrátt fyrir að hafa upphaflega verið tuttugu. Listaverkið er eftir Huldu Hákon og heitir 20 logar en verkið var afhjúpað í maí 2002 í tilefni af fundi utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins, Nató, sem haldinn var hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×