Innlent

Bærinn gerir nýja leið að gömlum vita

Viiastígur 12. Margir fara í gegnum garðinn á Vitastíg 12 til að komast að 110 ára gömlum vita sem stendur þar fyrir aftan hús. Vitinn er friðaður og í ágætu standi.
FRéttablaðið/Stefán
Viiastígur 12. Margir fara í gegnum garðinn á Vitastíg 12 til að komast að 110 ára gömlum vita sem stendur þar fyrir aftan hús. Vitinn er friðaður og í ágætu standi. FRéttablaðið/Stefán

„Við erum að reyna að tryggja skilgreinda aðkomu að vitanum,“ segir Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri í Hafnarfirði, um vandamál sem skapast vegna áhuga manna á að skoða gamlan vita í bænum.

Eins og sagði frá í Fréttablaðinu á mánudag er sá nágranni vitans sem næstur honum býr, Helgi Arndal Davíðsson á Vitastíg 12, langþreyttur á því að áhugafólk um vitann gangi fyrir garðinn hans til að komast að mannvirkinu.

Helgi vill helst að vitinn verði hreinlega fluttur annað en að minnsta kosti að hann verði girtur frá lóð hans. Bæjarstjórinn segir það naumast koma til greina að færa vitann. „Vitinn myndi tapa miklu gildi sínu af hann væri færður. Það á að reyna að tryggja að hann geti verið áfram þar sem hann er enda er vitinn hluti af bæjarmyndinni og myndi missa marks á öðrum stað,“ segir Guðmundur. Hann bendir á að vitinn, sem byggður var árið 1900 en tekinn úr notkun árið 1979, sé eitt helsti kennileiti Hafnfirðinga.

Helgi býr ofan við vitann en Guðmundur bæjarstjóri segir skipulags- og byggingaráð um hríð meðal annars hafa skoðað þann möguleika að skapa gönguleið neðan frá, eða af Hverfisgötu. Málið hafi meðal annars verið rætt á fundi ráðsins í gær.

„Það er alveg rétt að aðkoman er til vandræða og ég hef mikla samúð með sjónarmiðum mannsins. Það er alveg rétt sem hann segir að þetta hefur kostað átroðning hjá honum og það er auðvitað ekki gott,“ segir bæjarstjórinn.

gar@frettabladid.is


Tengdar fréttir

Nágranni vita þorir ekki að vera nakinn

„Bærinn treystir bara á að fólk geti vaðið yfir garðinn hjá mér og garðana í kring,“ segir Helgi Arndal Davíðsson, íbúi á Vitastíg 12 í Hafnafirði, sem er langþreyttur á umferð að gömlum vita við baklóð hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×