Innlent

Sigmundur vill 50% skatt á ofurtekjur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigmundur Ernir Rúnarsson vill  50% skatt á laun sem eru yfir tveimur milljónum. Mynd/ GVA.
Sigmundur Ernir Rúnarsson vill 50% skatt á laun sem eru yfir tveimur milljónum. Mynd/ GVA.
Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vill setja  50 prósenta skatt á laun sem eru hærri en 2 milljónir og nota ávinninginn til að hækka skattleysismörkin upp undir 150 þúsund. Þetta kemur fram á vefsíðu hans í kvöld.

Þar með er Sigmundur að vissu leyti að taka undir málflutning Ólínu Þorvarðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, og Lilju Mósesdóttur, þingmanns VG, um sérstakan skatt á ofurtekjur. Þær hafa þó nefnt mun hærri prósentutölur, eða allt upp í 70-80%. „Það er í góðu lagi að hafa góðar tekjur - og góð samfélög eiga að geta af sér góðar tekjur - en góðar tekjur eiga auðvitað að gefa meira af sér til samfélagsins,“ segir Sigmundur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×