Innlent

Eignarhald OR: Boðað til eigendafundar

Samþykkt var á stjórnarfundi Orkuveitu Reykjavíkur sem var að ljúka nú skömmu fyrir fréttir, að eigendafundur verði haldinn sem fyrst þar sem eignarhald á Orkuveitunni verður rætt.

Ummæli stjórnarformanns Orkuveitunnar, Haraldar Flosa Tryggvasonar, í Morgunblaðinu í gær, um mögulega einkavæðingu fyrirtækisins hafa fallið í grýttan jarðveg hjá minnihlutanum í stjórn OR.

Sóley Tómadóttir, borgarfulltrúi vinstri grænna í stjórninni, lagði á fundinum fram tillögu um að eigendafundur verði haldinn sem fyrst þar sem farið verður yfir umræðu um eignarhaldið, og var það samþykkt með öllum atkvæðum minnihlutans, en aðrir fulltrúar ýmist greiddu atkvæði á móti tillögunni eða sátu hjá.

Sóley fór ennfremur fram á að málið verði tekið fyrir á dagskrá borgarstjórnar á þriðjudag.

Hún leggur áherslu á að það komi í ljós hvort meirihlutinn í borgarstjórn hefur fallið frá því áhersluatriði sínu að halda Orkuveitunni í opinberri eigu.

Ef svo er ekki telur Sóley einsýnt að meirihlutinn þurfi að endurskoða umboð stjórnarformannsins til að gegna stöðu sinni.




Tengdar fréttir

Sóley mótmælir hugmyndum um einkavæðingu OR

Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi vinstri grænna, mótmælir harðlega hugmyndum stjórnarformanns Orkuveitu Reykjavíkur um að æskilegt sé að einkavæða fyrirtækið. Stjórnarfundur Orkuveitunnar hófst nú klukkan níu og stendur til ellefu. Sóley gaf út fyrir fundinn að á honum myndi hún leggja fram tillögu þar sem hún krefst þess að eigendafundur verði kallaður saman til að fara yfir viðbrögð við einkavæðingarstefnu stjórnarformannsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×