Erlent

Elsta kona heimsins er látin

Euncie Sanborn elsta kona heimsins er látin 114 ára að aldri í Jacksonville í Texas.

Frú Sanborn hélt því ætíð fram að hún væri 115 ára gömul og að Þjóðskrá Bandaríkjanna hefði skráð fæðingarár hennar ranglega sem 1896.

Sanborn bjó allt sitt líf í Texas. Hún var húsmóðir og mjög virk í kirkjusöfnuði sínum.

Sanborn var þrígift en síðasti eiginmaður hennar lést árið 1979. Ennfremur lifði hún lengur en eina dóttir hennar. Síðustu árin var Sanborn rúmliggjandi en stundum var henni hjálpað svo hún gæti setið útivið á verönd sinni í Jacksonville þar sem hún bjó síðustu 75 ár æfi sinnar.

Með andláti Sanborn er titilinn elsta kona heims komin í hendur hinnar 114 ára gömlu Besse Cooper í Georgíu í Bandaríkjunum. Raunar er elsti karlmaður eins einnig Bandaríkjamaður en það er hinn 114 ára gamli Walter Breuning í Montana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×