Innlent

Alþingi einfaldi ferlið

- Árni Helgason, héraðsdómslögmaður og umsjónarmaður fólks í greiðsluaðlögun, segir vinnslu umsókna til greiðsluaðlögunar vera of flókna og vill einfalda hana til að stytta biðlista.
- Árni Helgason, héraðsdómslögmaður og umsjónarmaður fólks í greiðsluaðlögun, segir vinnslu umsókna til greiðsluaðlögunar vera of flókna og vill einfalda hana til að stytta biðlista.
Héraðsdómslögmaður segir vinnslu umsókna til greiðsluaðlögunar vera of flókna. Hann vill að Alþingi einfaldi ferlið svo hægt sé að stytta biðlista hjá umboðsmanni skuldara.

Í fréttum okkar á miðvikudaginn var fjallað um að yfir 1500 manns bíði úrlausnar hjá umboðsmanni skuldara. Fólk hefur beðið í allt að 8 mánuði. Embættið segir málin vera flókin og tímafrek.

Undir það tekur Árni Helgason, héraðsdómslögmaður og umsjónarmaður fólks í greiðsluaðlögun. Hann segir að í lögunum séu mörg og flókin skilyrði sem fólk þurfi að uppfylla. Kafa þurfi mjög djúpt í hvert mál.

„Það kemur fram í lögunum að það þurfi að kanna mjög nákvæmlega ákveðin skilyrði. Hvernig ástand var hjá viðkomandi skuldara árin fyrir hrun, hverjar tekjur hans voru, hvaða lán hann var að taka, hvað hann mátti gefa sér um áhættu sem hann var að taka og svo framkvæmis og framvegis. Þetta er afskaplega tímafrekt og flókið ferli," segir Árni.

Í lögum um greiðsluaðlögun eru skilyrðin fyrir því að fólk geti ekki fengið greiðsluaðlögun, 12 talsins.

Árni segir forsendubrest hafa orðið svo gott sem öllum skuldurum í hruninu. „Maður veltir stundum fyrir sér þegar venjulegt fólk kemur og sækir um hvort það sé virkilega ástæða til að kafa svona djúpt ofan í hvert einasta mál."

Árni vill meina að hægt sé að slaka umtalsvert á skilyrðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×