Erlent

Hörð átök í Kaíró - táragasi beitt

Það er hart barist í Kairó.
Það er hart barist í Kairó. MYND/AP

Þúsundir mótmæla í Kairó í Egyptalandi í einhverjum fjölmennustu mótmælum sem fram hafa farið í Mið-Austurlöndum í mörg ár. Hörð átök brutust út í dag þegar mótmælendum og lögreglu lenti saman. Lögreglan hefur meðal annars beitt táragasi á mótmælendur, sem eru andvígir stjórn Hosni Mubaraks, sem hefur stjórnað Egyptalandi í 30 ár.

Mótmælendur eru undir áhrifum Túnis-búa, sem mótmæltu þar til gjörspilltur einræðisherra landsins, Ben Ali, flúði til Saudi-Arabíu fyrr í mánuðinum.

Mótmælin eru einnig einstök fyrir þær sakir að sundurleitur hópur mótmælir. Meðal annars stúdenta, íslamistar og fótboltabullur.

Stjórnmálaspekingar spáðu því eftir fall ríkisstjórnarinnar í Túnis, að þau mótmæli gætu haft keðjuverkandi afleiðingar fyrir aðrar einræðisstjórnir í nágrenni við Túnis.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×