Fjórðungur 15 ára drengja getur ekki lesið sér til gagns 29. september 2011 05:00 Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir. Fjórðungur 15 ára drengja, eða 23,2 prósent, í grunnskólum Reykjavíkur getur ekki lesið sér til gagns. Það er þrefalt hærra hlutfall en meðal stúlkna, sem er um níu prósent. Þessi hópur nær ekki hæfnisþrepi tvö í lesskimunarprófum, sem þýðir meðal annars að þeir skilja í sumum tilvikum ekki megininntak lesins texta og sjá ekki tengsl efnis á ólíkum stöðum eða getað mótað sér skoðun á upplýsingum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfirgripsmikilli skýrslu starfshóps á vegum Reykjavíkurborgar um úrræði sem stuðla að auknum námsárangri drengja í grunnskólum. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður starfshópsins, segir lykilniðurstöðuna vera þá að lestur og ánægja af lestri skipti sköpum. „Þetta eru niðurstöður sem þurfa að komast til samfélagsins í heild sinni og þær staðreyndir að lestur ungmenna hefur minnkað gríðarlega og að viðhorf til lestrarhesta sé ekki nægilega jákvætt," segir hún, en tíu tillögur starfshópsins að breytingum til að stuðla að betri námsárangri drengja voru samþykktar í menntaráði gær. Almar Miðvík Halldórsson, verkefnastjóri hjá Rannís, vann úttekt á kynjamun í námsárangri barna í grunnskólum fyrir starfshópinn. Hann segir þessi rúm 23 prósent drengja sem ekki geta lesið sér til gagns afar hátt hlutfall. „Grunnskólar virðast vera blindir á það að stór hluti stráka, alveg frá sex ára aldri þegar þessi munur kemur fyrst fram, virðist eiga í vanda við lestur. Og þeir eru allt að þrisvar sinnum fleiri en stelpurnar," segir Almar. „Það er greinilega eitthvað mikið að í menntun þessara drengja – þegar þeir vakna allt í einu upp við 15 ára og geta ekki lesið sér til gagns. Það er ótækt." Vinna starfshópsins leiddi einnig í ljós að stúlkur, sérstaklega á unglingastigi, sýna meiri einkenni kvíða og vanlíðunar en drengir. Á meðan yfirburðir stúlkna í náminu aukast virðist andleg líðan þeirra aftur á móti versna. „Þetta fannst starfshópnum áhyggjuefni og því var samþykkt að sambærilegur starfshópur hæfi störf til að greina þessar niðurstöður um stelpurnar betur," segir Þorbjörg Helga. - sv Fréttir Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Sjá meira
Fjórðungur 15 ára drengja, eða 23,2 prósent, í grunnskólum Reykjavíkur getur ekki lesið sér til gagns. Það er þrefalt hærra hlutfall en meðal stúlkna, sem er um níu prósent. Þessi hópur nær ekki hæfnisþrepi tvö í lesskimunarprófum, sem þýðir meðal annars að þeir skilja í sumum tilvikum ekki megininntak lesins texta og sjá ekki tengsl efnis á ólíkum stöðum eða getað mótað sér skoðun á upplýsingum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfirgripsmikilli skýrslu starfshóps á vegum Reykjavíkurborgar um úrræði sem stuðla að auknum námsárangri drengja í grunnskólum. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður starfshópsins, segir lykilniðurstöðuna vera þá að lestur og ánægja af lestri skipti sköpum. „Þetta eru niðurstöður sem þurfa að komast til samfélagsins í heild sinni og þær staðreyndir að lestur ungmenna hefur minnkað gríðarlega og að viðhorf til lestrarhesta sé ekki nægilega jákvætt," segir hún, en tíu tillögur starfshópsins að breytingum til að stuðla að betri námsárangri drengja voru samþykktar í menntaráði gær. Almar Miðvík Halldórsson, verkefnastjóri hjá Rannís, vann úttekt á kynjamun í námsárangri barna í grunnskólum fyrir starfshópinn. Hann segir þessi rúm 23 prósent drengja sem ekki geta lesið sér til gagns afar hátt hlutfall. „Grunnskólar virðast vera blindir á það að stór hluti stráka, alveg frá sex ára aldri þegar þessi munur kemur fyrst fram, virðist eiga í vanda við lestur. Og þeir eru allt að þrisvar sinnum fleiri en stelpurnar," segir Almar. „Það er greinilega eitthvað mikið að í menntun þessara drengja – þegar þeir vakna allt í einu upp við 15 ára og geta ekki lesið sér til gagns. Það er ótækt." Vinna starfshópsins leiddi einnig í ljós að stúlkur, sérstaklega á unglingastigi, sýna meiri einkenni kvíða og vanlíðunar en drengir. Á meðan yfirburðir stúlkna í náminu aukast virðist andleg líðan þeirra aftur á móti versna. „Þetta fannst starfshópnum áhyggjuefni og því var samþykkt að sambærilegur starfshópur hæfi störf til að greina þessar niðurstöður um stelpurnar betur," segir Þorbjörg Helga. - sv
Fréttir Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Sjá meira