Innlent

Saksóknari spurðist fyrir um Björgólf

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björgólfur Guðmundsson er staddur erlendis. Mynd/ GVA.
Björgólfur Guðmundsson er staddur erlendis. Mynd/ GVA.
Sérstakur saksóknari hafði samband við lögmann Björgólfs Guðmundssonar og spurðist fyrir um Björgólf í gær vegna rannsóknar embættisins á Landsbankanum.

Þórunn Guðmundsdóttir, lögmaður hans, segir að Björgólfur hafi ekki verið kallaður til yfirheyrslu. Hann sé staddur erlendis þessa dagana. Hún segir að Björgólfur myndi mæta til yfirheyrslu ef eftir því væri leitað. „Hann hefur alltaf verið boðinn og búinn að mæta en það hefur ekki verið farið frammá það," segir Þórunn.

Björgólfur Guðmundsson var stjórnarformaður gamla Landsbankans og stærsti eigandi hans ásamt Björgólfi Thor Björgólfssyni, syni sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×