Innlent

Um 30 manns teknir í viðtöl

Vinna rannsóknarnefndar kirkjunnar gengur samkvæmt áætlun.
Vinna rannsóknarnefndar kirkjunnar gengur samkvæmt áætlun.

Starf rannsóknarnefndar á vegum þjóðkirkjunnar er í fullum gangi. Nefndin hefur tekið viðtöl við um 30 manns og segir Róbert Spanó, formaður nefndarinnar, að viðtölum sé ekki lokið. Stefnt sé að því að ljúka þeirri vinnu um mánaðamótin.

„Nefndin hefur haldið fimmtán formlega fundi og tekið viðtöl við um 30 manns,“ segir Róbert. „Í framhaldinu heldur skýrsluvinnan áfram. Starfið er á áætlun og við stefnum enn að því að skila af okkur þann 1. júní næstkomandi.“

Rannsóknarnefndin er að rannsaka viðbrögð þjóðkirkjunnar við ásökunum á hendur Ólafi Skúlasyni, fyrrverandi biskupi Íslands, um kynferðislega áreitni. - sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×