Viðskipti erlent

Moodys lækkar lánshæfi Ítalíu

Mynd/AP
Lánshæfi ríkissjóðs Ítalíu var lækkað í nótt af mats-fyrirtækinu Moodys. Ítalir fá nú einkuninna A2 með neikvæðum horfum en í gær var ríkið með einkuninna Aa2. Moodys segja að aukinni áhættu við langtímafjármögnun ríkja Evrusvæðisins sé fyrst og fremst um að kenna og að fjárfestar hafi að stórum hluta misst traust á evrunni. Lækkunin kemur þrátt fyrir að skuldir hins opinbera á Ítalíu séu fremur lágar og að lánsfjárþörf Ítala sé ekki mikil þessa stundina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×