Innlent

Vísa allri ábyrgð á SA

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Guðmundur Ragnarsson er formaður VM.
Guðmundur Ragnarsson er formaður VM.
Trúnaðar- og samningamenn VM, félags véltækni- og málmiðnaðarmanna, gagnrýna Samtök atvinnulífsins harðlega fyrir að halda samningum alls launafólks í landinu ólöglega í gíslingu vegna kröfu útgerðarmanna. Þetta kemur fram í ályktun sem þeir samþykktu í gær.

Trúnaðar- og samningamenn VM telja að ef kjaraviðræður um langtíma samning fari ekki af stað á næstu dögum eigi að gera stuttan kjarasamning. Hvernig sem kjaramálin þróast sé það krafa þeirra að þessar tafir SA verði á kostnað atvinnurekanda en ekki launafólks og launahækkanir komi frá 1. desember 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×