Innlent

Samkomulag við stjórnvöld forsenda kjarasamninga

Skriður er kominn í viðræður Aþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins en samkomulag hefur náðst um að væntanlegir kjarasamningar verði til þriggja ára. Forsendan er að samkomulag náist við ríkisstjórn og Alþingi um tilteknar aðgerðir fyrir 1. júní.

Kjarasamningar hafa verið lausir síðan í desember en lítið hefur þokast í viðræðum þangað til í dag. Þá náðist samkomulag um mögulega tímalengd og uppbyggingu væntanlegs kjarasamnings.

Nú er talað um þriggja ára samning sem klára eigi eins hratt og mögulegt er, jafnvel næstu mánaðarmót. Samningurinn myndi þó ekki taka gildi fyrr en 1. júní að því gefnu að aðilar vinnumarkaðarins nái samkomulagi við ríkisstjórn og Alþingi um tilteknar aðgerðir.

En hvaða atriði eru þetta sem ríkistjórnin þarf að afgreiða til að samningar geti tekist?

Að hálfu Samtaka atvinnulífsins hafa verið nefn atriði á borð við að lækka þurfi skatta, að afnema þurfi gjaldeyrishöft og klára samningaleiðina fiskveiðistjórnunarmálum og svo þurfi stór fjárfestingarverkefni í atvinnulífinu eins og Helguvík að komast á skrið að mati.

ASÍ leggur fyrst og fremst áherslu á lífeyrismál og atvinnumál. „Í rauninni finnst mér að þessi kjarasamningar eigi að snúast um það að tryggja það verði hér sókn og uppbygging þannig að atvinnuleysi hverfi," segir Gylfi Arnbjörnsson.

Þetta er semsagt það sem ríkistjórin þarf að klára. En um hvað ætla þá ASÍ og SA að semja? „Það þurfa að vera launabreytingar sem hækka kaupmátt," segir Gylfi.




Tengdar fréttir

Kyrrstaðan rofin - forseti ASÍ bjartsýnn

Samninganefndir Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambandsins hafa í gær og í dag rætt mögulega tímalengd og uppbyggingu væntanlegs kjarasamnings. Settur verður kraftur í viðræðurnar eftir helgi sem miðast við gerð samnings til þriggja ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×