Innlent

Tvö heimsmet í farteskinu

Hafróðrarbáturinn Sara G kom til hafnar í St. Charles á Barbados hinn 8. febrúar. Um borð voru sex ánægðir ræðarar sem slegið höfðu heimsmetið í því að róa 5. Hafróðrarbáturinn Sara G kom til hafnar í St. Charles á Barbados hinn 8. febrúar. Um borð voru sex ánægðir ræðarar sem slegið höfðu heimsmetið í því að róa 5.500 km leið yfir Atlantshafið frá Marokkó í Afríku. Meðal ræðaranna var listamaðurinn, ljósmyndarinn og afreksmaðurinn Fiann Paul sem starfar á Íslandi og reri undir íslenskum fána, en Fréttablaðið hefur fylgst með og greint frá ferðum Fiann.

Hópurinn lagði af stað frá Marokkó hinn 5. janúar, knúinn áfram af handaflinu einu saman. Að komast þannig yfir Atlantshafið er þrekvirki út af fyrir sig, en með góðu úthaldi og skipulagi tókst félögunum að slá tvö heimsmet í ferðinni. Þeir voru 10 tímum og 36 mínútum fljótari yfir hafið en þeir sem áttu fyrra heimsmetið, en það var sett fyrir aðeins fáeinum dögum. Þeir slógu einnig heimsmet í því að róa yfir 100 mílur í tólf daga í röð.

Ferðin gekk ekki snuðrulaust fyrir sig. Fyrstu þrjú þúsund mílurnar upplifðu ræðararnir sjóveiki sem auðveldaði þeim ekki að róa tólf tíma á sólarhring hver. Þá voru þeir sísvangir enda brenndu þeir um 8 þúsund kaloríum á dag en gátu aðeins innbyrt um 5 þúsund. Hver og einn missti því um 20 til 25% af líkamsþyngd.

Þá þurftu þeir að takast á við bilun í búnaði en allt hafðist fyrir rest. Nú munu þeir hvíla sig á Barbados í nokkra daga áður en þeir halda heim til vina sinna og fjölskyldu. - sg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×