Innlent

Lögreglan á Hvolsvelli þakkar fyrir aðstoð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Maðurinn sem leitað var að ætlaði upp að gíg Eyjafjallajökuls.
Maðurinn sem leitað var að ætlaði upp að gíg Eyjafjallajökuls.
Yfirlögregluþjónninn á Hvolsvelli, Sveinn Kristján Rúnarsson, þakkar öllum þeim sem komu að erfiðri björguna á Eyjafjallajökli í gærkvöld. Eftirfarandi er orðsending sem Sveinn bað fjölmiðla um að koma á framfæri.

„Mig langar fyrir hönd lögreglunnar á Hvolsvelli og svæðisstjórnar björgunarsveitanna á svæði 16 að biðja ykkur um að koma kæru þakklæti til allra þeirra aðila sem komu að erfiðri björgun í gærkvöld og síðast liðna nótt á Eyjafjallajökli. Frammistaða björgunarfólks var algerlega til fyrirmyndar og öllum þeim sem komu að aðgerðinni til mikils sóma."

Sveinn Kristján segir að hátt í 200 manns frá Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu hafi tekið þátt í björgunaraðgerðum við mjög erfiðar aðstæður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×