Innlent

Hugsanlega lokað á geðsjúka

Vin stendur við Hverfisgötu. Mynd úr safni.
Vin stendur við Hverfisgötu. Mynd úr safni.
Til stendur að loka Vin á Hverfisgötunni. Þetta er fullyrt á nýstofnaðri síðu á facebook. Vin er athvarf fyrir fólk með geðraskanir.

Á facebook-síðu hópsins, sem stofnaður var til að koma í veg fyrir þessi áform, kemur fram að Rauði Krossinn þurfi styrk frá borginni til að halda áfram rekstri athvarfsins. Sá styrkur fáist ekki og stefnt sé að lokun nú stuttu eftir mánaðarmót.

Vin var stofnuð árið 1993 og hefur verið rekin af Rauða Krossi Íslands síðan. Markmið athvarfsins er að draga úr félagslegri einangrun geðfatlaðra. Á heimasíðu athvarfsins segir að „öll vinna í athvarfinu einkennist af mannúð, virðingu, samhyggju og heiðarleika".

Á síðasta ári heimsóttu að meðaltali 22 sjúklingar Vin á dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×