Innlent

Framleiðsla skelfisks í samræmi við EES löggjöf

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá skelfisksveiðum. Mynd/ Roald.
Frá skelfisksveiðum. Mynd/ Roald.
Framleiðsla og sala lifandi skelfisks sem framleiddur er á Íslandi var almennt í samræmi við skilyrði í löggjöf EES. Þetta er meginniðurstaða skýrslu Eftirlitsstofnunar EFTA sem gefin var út í dag.

Skýrslan var unnin í kjölfar skoðunarferðar sem farin var til Íslands 23. - 27. maí síðastliðinn  til að fylgja eftir fyrri kröfum um úrbætur á eftirliti með framleiðslu lifandi skelfisks. Skoðunin staðfesti að íslensk yfirvöld fóru að tilmælum ESA um úrbætur sem gerð voru eftir reglubundna skoðunarferð sem farin var til Íslands í fyrra.

Opinbert eftirlit og vinnsluaðferðir framleiðanda eru nú almennt í samræmi við ákvæði löggjafarinnar.

Lifandi skelfiskur framleiddur á Íslandi uppfyllir almennt þau lagaskilyrði sem sett eru um ræktun og sölu þessara afurða.

ESA segir að það sé hins vegar enn þörf á úrbótum á:

  • Opinberri sýnatöku úr lifandi og unnum skelfiski.
  • Tilnefningu rannsóknarstofa sem sjá um opinbert eftirlit með skelfiski.
  • Eftirfylgni með almennrum heilbrigðiskröfum í framleiðslufyrirtækjum.
  • Eftirliti með unnum sæbjúgum sem veidd eru utan skilgreindra svæða.

Samkvæmt svari íslenskra stjórnvalda við drögum að skýrslu ESA mun Matvælastofnun, MAST, ljúka nauðsynlegum úrbótum á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×