Innlent

Hefur krafist frávísunar í máli Geirs

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Krafist hefur verið frávísunar í máli gegn Geir Haarde. Mynd/ Anton.
Krafist hefur verið frávísunar í máli gegn Geir Haarde. Mynd/ Anton.
Andri Árnason, verjandi Geirs Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, krafðist í dag frávísunar í svokölluðu landsdómsmáli. Þetta staðfesti skrifstofustjóri Hæstaréttar við fréttastofu. Frestur til að krefjast frávísunar rennur út í dag. Geir er sakaður um brot á lögum um ráðherraábyrgð. Málið var þingfest í vor og verður afstaða til frávísunarkröfunnar tekin þegar málið kemur aftur á dagskrá í september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×