Íslenski boltinn

Geir: Nýr þjálfari fær nægan tíma

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. Mynd/Anton
Geir Þorsteinsson segir að það hafi ekki verið nauðsynlegt að ráða nýjan þjálfara strax í sumar til að gefa honum meiri tíma til að aðlagast nýju starfi.

Geir, sem er formaður KSÍ, tilkynnti í dag að Ólafur Jóhannesson myndi ekki verða endurráðinn sem landsliðsþjálfari. Hann myndi þó klára sinn samning og stýra landsliðinu þar til undankeppni EM 2012 lýkur í haust.

Vísir spurði Geir hvort það hefði komið til greina að ráða nýjan þjálfara strax til að gefa honum tækifæri og svigrúm til að venjast nýja starfinu.

„Við teljum að sá tími sem hann mun fá til að undirbúa sig á næsta ári sé nægur,“ sagði Geir en undankeppni HM 2014 hefst ekki fyrr en eftir rúmt ár.

„Það sem mestu máli skiptir fyrir landsliðsþjálfara er að velja þá leikmenn í liðið sem eru að standa sig best hverju sinni. Nýr þjálfari fær nægan tíma til að fylgjast með okkar leikmönnum og meta frammistöðu þeirra.“

Hann segir að leitin að nýjum þjálfara sé hafin og vill ekkert útiloka í þeim efnum. „Ég hef áður sagt að erlendri þjálfarar koma til greina.“


Tengdar fréttir

Ólafur hættir með landsliðið í haust

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, mun ekki halda áfram með íslenska landsliðið eftir að undankeppni EM lýkur í haust. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, tilkynnti þetta á blaðamannafundi nú áðan.

Geir: Leitin hafin að næsta þjálfara

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, vildi ekki mikið tjá sig um þjálfaramál A-landsliðs karla en tilkynnt var í dag að Ólafur Jóhannesson myndi ekki halda áfram í starfinu þegar núverandi samningur hans rennur út.

Ólafur: Kom ekki til greina að hætta

Ólafur Jóhannesson, fráfarandi landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, segir að það hafi ekki komið til greina að hætta áður en samningur hans við KSÍ rennur út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×