Innlent

ASÍ leggst gegn kvótafrumvarpinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kvótafrumvarpið var til umfjöllunar á Alþingi fyrir þinghlé. Mynd/ GVA.
Kvótafrumvarpið var til umfjöllunar á Alþingi fyrir þinghlé. Mynd/ GVA.
Alþýðusamband Íslands leggst gegn því að frumvarp um stjórn fiskveiða verði samþykkt í núverandi mynd. ASÍ tekur undir hækkun veiðileyfagjaldsins og tímabundinn nýtingarétt af auðlindinni en telur aðra þætti frumvarpsins of gallaða til að hægt sé að mæla með samþykkt þess. ASÍ er sammála því að breyta þurfi fiskveiðistjórnunarkerfinu en telur nauðsynlegt að vinna málið betur og í víðtæku samráði.

Í umsögn sinni segist ASÍ taka undir mikilvægi þess að skilgreina tímabundinn nýtingarrétt á aflaheimildum. ASÍ telur þó að sú leið sem lögð sé til í frumvarpinu að veita nýtingarleyfi til 15 ára með möguleika á framlengingu í 8 ár til viðbótar ef ráðuneytið samþykki umsóknina um framlengingu sé ekki skynsamleg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×