Innlent

Þrettán krónu lækkun á bensínlítranum í dag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bensínverð lækkaði snarlega hjá orkunni í dag.
Bensínverð lækkaði snarlega hjá orkunni í dag.
Bensínstöðvar Orkunnar og Atlantsolíu lækkuðu verð hjá sér um þrettán krónur á lítrann í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Skeljungi, sem rekur bensínstöðvar Orkunnar, er ástæðan sú að N1 ákvað bjóða þrettán króna afslátt af bensíni í tengslum við svokallað Krúserkvöld, sem er bílasýning N1 að Bíldshöfða í dag. Orkan býður upp á svokallaða Orkuvernd sem þýðir að Orkan ætlar sér alltaf að bjóða lægsta verðið og því var ákveðið að lækka verðið. Frá Skeljungi fengust einnig þær upplýsingar að þessi verðlækkun væri algjörlega úr takti við þróun heimsmarkaðsverðs og því væri ólíklegt að þessi lækkun myndi halda til lengdar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×