Erlent

Snúa aftur til Úteyjar

Ungmenni sem lifðu árásirnar af koma saman á strönd Úteyjar. Búist er við að hátt í þúsund manns heimsæki eyjuna í dag.
Ungmenni sem lifðu árásirnar af koma saman á strönd Úteyjar. Búist er við að hátt í þúsund manns heimsæki eyjuna í dag. Mynd/AFP
Ungmenni sem komust lifandi frá hryðjuverkaárásinni í Útey þann 22. júlí síðastliðinn fóru í dag aftur út í eyjuna og minntust vina sinna sem ekki komust lífs af.

Talsmaður norsku lögreglunnar, sem fylgdi ungmennunum út í eyjuna, sagði viðbrögð þeirra hafa verið afar mismunandi. Sumir hafi átt mjög erfitt með að koma aftur út í eyjuna, en þarna hafi líka heyrst hlátrasköll og fallegar sögur.

Búist er við allt að eitt þúsund manns heimsæki eyjuna í dag, bæði þeir sem lifðu árásina af og ættingjar þeirra sem þar létu lífið, auk lögreglu og sjúkraliða, til að horfast í augu við erfiðar minningar um hinn örlagaríka dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×